WikiProject Iceland/LUKR

From OpenStreetMap Wiki
Jump to: navigation, search

Reykjavíkurborg ákvað að veita gjaldfrjálsan aðgang að gögnum úr LUKR, Landupplýsinakerfi Reykjavíkur, og eru skilmálar fyrir notkun gagnanna í samræmi við stefnu OSM. Gögnin er hægt að nálgast á http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3546/5704_view-5809/. Þessari wiki-síðu er ætlað að halda utan um þá vinnu við að innleiða gögnin inn í OSM.

Athugið að setja ekki gögnin inn óbreytt í heilu lagi og að auðkenningarlyklar fylgi með (ef þeir eru í boði) til að auðvelda viðhald á gögnunum eftir að þau eru komin inn í kerfið. LUKR gögnin innihalda lykla sem þarf að breyta svo þau séu nothæf í OSM.

Bekkir

Einstefnugötur - punktar

Hnitpunktar eru í hverri götu sem einstefna er á. Á hverjum hnitpunkt er lykill sem gefur til kynna þá gráðu sem "örin" snýr í átt að. 0° og 360° er líklegast í norður en það er óstaðfest.

Endurvinnslugámar

Gámar ætlaðir fyrir endurvinnslu. Hér er eingöngu um hnit til að merkja staðsetningu svæðis með endurvinnslugámum en ekki hnit fyrir hvern gám. Einnig kemur ekki fram í gögnunum hvers kyns úrgang hægt er að losa sig við í þeim.

Götuvitar

Öðru nafni umferðarljós. Þau eru bæði fyrir gangandi vegfarendur og þá sem ferðast með ökutækjum. Einhver umferðarljós í Kópavogi eru með í LUKR gögnunum.

Grunnskólahverfi

Mörk svæða sem innihalda þá íbúa sem grunnskólar eiga að þjóna. Í gögnunum er vísað í skólana með skólanúmeri en ekki nafni hvers skóla fyrir sig.

Hverfaheiti

Ljósastaurar

Í gögnunum eru ljósastaurar á höfuðborgarsvæðinu. Þó vantar meirihluta ljósastaura í Garðabæ, Mosfellsbæ og lindarhverfinu í Kópavogi.

Miðlínur stíga

Innflutningur LUKR stígagagnanna er lokið en það á eftir að fara yfir gögnin, tengja stíga við gatnakerfið, fjarlægja lukr:-forskeytið af lukr:highway töggum og fjarlægja fyrri útgáfur af stígum. Eftirfarandi tafla er til að halda utan um vinnuna.

Staða yfirferðar

Póstnúmer Notandi Staða
101 ekki byrjað
103 ekki byrjað
104 ekki byrjað
105 ekki byrjað
107 ekki byrjað
108 ekki byrjað
109 ekki byrjað
110 ekki byrjað
111 ekki byrjað
112 ekki byrjað
113 ekki byrjað
116 ekki byrjað
121 ekki byrjað
123 ekki byrjað
124 ekki byrjað
125 ekki byrjað
127 ekki byrjað
128 ekki byrjað
129 ekki byrjað
130 ekki byrjað
132 ekki byrjað
150 ekki byrjað
151 ekki byrjað

Description of data donated 17.9.2010

Stigaflokkur = skv. gamalli flokkun frá borgarskipulaginu,

    1 = Aðalstígur 
    2 = Tengistígur 
    3 = Aðrir stígar 
    4 = Malarstígur 

Breidd = Breidd í metrum Teikninr = teikningarnúmer, er ekki haldið við lengur og skiptir ekki máli Astand = Ástand skv. gömlu ástandsmati, er ekki haldið við lengur og skiptir ekki máli Ar_Lagt = Árið sem stígurinn er lagður Ar_Lagf = Lagfæringarár skv. gömlu ástandsmati, er ekki haldið við lengur og skiptir ekki máli Teg = Tegnund stígs

    1 = Stígur 
    2 = Stétt 
    3 = Hitaveitustokkur 
    4 = Malarstígur 

Flokkur = Flokkur stígs

    215 = miðlína stígs 
    217 = miðlína stéttar 

Rutt = Forgangsröð í snjóhreinsun

    11 er hæstur forgangur svo 1 svo 2 osfrv. 

Ar_adg = Ár sem gönguleið var lagfærð með tilliti til fatlaðra og hjólreiðamanna (niðurtektir við götur osfrv.). Tók aðallega til átaks sem stóð yfir í nokkur ár.

    Gera má ráð fyrir að allar stéttar og stígar sem lagðar hafa verið undanfarin 10 ár séu í lagi. (fyrir utan þar sem um tröppur er að ræða) 

Utbsv = Útboðssvæði - skiptir engu máli - einungis fyrir rekstur hér Rutt_breidd = Ruðningsbreidd - tæknimál bara fyrir þá sem sjá um snjóhreinsun. Dags_inn = Dagsetning þegar viðkomandi fitja var sett í gagnagrunninn Notandi = Sá sem setti viðkomandi fitju inn SVF = Sveitarfélagsnúmer (0000 = Reykjavík) Uppr = Uppruni gagna

    1 = Hönnunargögn 
    2 = Landmælt     
    3 = Myndmælt 
    4 = Hnitað 
    5 = Skannað/Vigrað 
    8 = Riss 
    9 = Annað 

Nakv = Nákvæmni í metrum.

Opin leiksvæði

Leiksvæði ætluð almenningi. Þau bera nöfn sem eru líklegast vísan í lóðanúmerið sem þau eru á en einnig geta þau borið eingöngu nafn götunnar.

Reiðleiðir

Óvíst hver full merking þessara gagna er. Sumar leiðirnar eru um svæði sem augljóslega eru einnig fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur þótt maður myndi fyrst halda að hér væri eingöngu um hestaumferð að ræða. Merkingin gæti falist í lyklum sem aðgreina reiðstígana í ákveðnar tegundir.

Ruslastampar

Fötur til þess að taka á móti rusli. Þær eru af ýmsum tegundum og gerðum og eru þær (oftast) skilgreindar í lyklum, stundum með númeri og stundum með texta. Þá geta ruslastamparnir verið festir við byggingar eða ljósastaura eða alls ekki festar við neitt ákveðið. Ákveða þarf hvernig eigi að meðhöndla slík tilvik.

Stjórnsýsluhverfi

Hverfaskipting í Reykjavík. Heiti hverfanna er í lykli með forskeyttu númeri, sem líklegast er hverfanúmer sem vísað er í í öðrum LUKR gögnum.

Stofnanir

Sveitarfélagsmörk

Mörk sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu. Í gögnunum eru teknar fram heimildir sem liggja fyrir hverjum hluta sveitarfélagsmarkanna, sum hver samkvæmt samningum eða lagaheimild en einnig einhver sem gætu verið samkvæmt óskrifuðu/óopinberu samkomulagi. Augljóst er að þessi hnit hafa verið skráð með mikilli varúð, líklegast ef deilur yrðu á milli sveitarfélaganna sem gætu lent fyrir dómstólum.